Snorri Örn Rafnsson | föstudagur 3. apríl 2015

Varningurinn okkar

EIns og alþjóð veit þá er ekkert í heiminum flottara heldur en Afés varningurinn okkar.
Stórfenglegir bolir og peysur, óheyrilega töff gítarneglur, framúrskarandi sætar samfellur og margt margt fleira.
Allt þetta og meira til er til sölu í Verbúðinni í Aðalstræti 24.
Þar er opið alla páskana frá klukkan 13:00.
Hérna eru nokkrar myndir af þessum stórfenglegu vörum sem allir hreinlega verða að eignast.
Salan á þessum varningi er ómetanleg hjálp við að halda þessari frábæru hátíð gangandi og ókeypis ár hvert, þannig að það er um að gera að skondra í Verbúðina strax í dag og fjárfesta í töff dóti og fötum.
Annað væri hneysa...