Ágúst Atlason | miðvikudagur 28. mars 2012

Vestfirska verslunin gerir það gott

Það er drengur á Ísafirði, sem hefur aldeilis látið til sín taka. Hann heitir Eyþór Jóvinsson og rekur Vestfirsku verslunina og þar má finna allan andskotann héðan af kjálkanum, eins og hann leggur sig. Handverk, geisladiska, ljósmyndir, salt, bækur og bara nefndu það, ef það er framleitt á Vestfjörðum, þá selur hann það. 

 

Vestfirska verslunin hefur tekið að sér að selja allan varning Aldrei fór ég suður í ár og er salan þegar hafin í versluninni sem er staðsett í Aðalstræti 26 í miðbæ Ísafjarðar.

 

Verslunin ætti ekki að fara fram hjá neinum, því Eyþór hefur merkt verslun sína vel með merkjum hátíðarinnar, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þarna verður gott að kíkja yfir páskana og kaupa eitthvað vestfirzkt.

 

Ég heyrði í Eyþóri og spurði hann um opnunartímana yfir páska og svarið hljómaði svona:

 

Ég opna snemma og loka seint alla helgina :)