| sunnudagur 24. mars 2013

Vestfirski vorboðinn

Þetta er alveg að bresta á, vestfirski vorboðinn og rokkhátíðin „Aldrei fór ég suður“. Það getur verið ágætt og jafnvel nauðsynlegt að renna í gegnum listann af hljómsveitum & tónlistarmönnum sem verða á svæðinu, svona til að vita hverju maður má alls ekki missa af, þó að best sé að sjálfsögðu að missa ekki af neinu.

 

„Langan dimman vetur, vindurinn smaug í gegnum allt, kannski var öllum öðrum hlýtt en mér var allaðvegana kalt“ höf Bubbi Mortens.

 

Hér er hluti af þeim hljómsveitum sem að koma saman  til að gefa ykkur ógleymanlega skemmtun.

 

Abbababb

Hér fer Dr Gunni á kostum ásamt fleirum góðum, tónleikar með miklu prumpi geta ekki klikkað og hér geta allir prumpað með

 

Blind Bargain

Hér er á ferð blús slegið rokk úr Vestmannaeyjum sem ætti að falla vel í Vestfirskt landsslag og gesti rokkhátíðarinnar, með þessum drengjum á blúsinn bjarta framtíð á íslandi.

Hannes Már Hávarðarson söngur/gítar. Skæringur Óli Þórarinsson- gítar/ bakrödd. Þorgils Árni Hjálmarsson- bassi. Kristberg Gunnarsson trommur.

Blind Bargain á Soundcloud

 

Bubbi Morthens

Íslenskt rokk og textar sem að allir kunna, það hafa flestir ef ekki allir sungið eitthvað af hans lögum. Hlýtur að vera vel við hæfi að konungur íslenska rokksins mæti á tíundu rokkhátíð alþýðunnar.

 

Íslenskur tónlistamaður sem að þekkir slor og skít

 

Það verða allir að syngja með þegar að þetta lag verður spilað;

„Ég vakna oftast þreyttur, varla með sjálfum mér. En ég veit það er til annað líf, en það sem ég lifi hér. Og þrá mín hún vakir, meðan þokan birgir mér sýn. Mig þyrstir í eitthvað annað en gúno tékka og vín“...;höf Bubbi Morthens

http://www.icelandicmusic.com/Video/MusicVideo/1608/bubbi_morthens/aldrei_for_eg_sudur/

 

 

Dolby

Það hlýtur að gleðja marga að þessi hljómsveit komi saman, en síðast spilaði þessi hljómsveit árið 1993. Þá var þetta ein allra vinsælasta ballhljómsveit Vestfjarða, sagan segir að árin fari betur með þau en gott viskí.

https://soundcloud.com/gummi-hjalta/breytt-i-bi-ti

https://soundcloud.com/gummi-hjalta/allt-og-ekkert

Árni Hjaltason hljómborð, Guðmundur Hjaltason bassi, Barði Önundar trommur, Alfreð Erlingson hljómborð, Jón Hallfreð Engilbertsson gítar, Þórunn Snorradóttir söngur.

 

Fears

Bresk-íslensk rokksveit.

Hljómsveitina skipa, Egill Örn Rafnsson, Jonny Cole, Ric Gingell og Tom Haddow.

 

Hlómsveitin spilaði á Rás2 föstudaginn 22 mars, hér er hægt að hlusta á upptöku af strákunum í beinni útsendingu

http://frettir.ruv.is/afthreying/fears-i-studioi-12

 

Lára Rúnars

Melódísk og angurvært indí-popp, Lára sendi nýlega frá sér sína fjórðu breiðskífu, Moment.

Lára hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og komið við á fjölmörgum tónlistarhátíðum víðsvegar um Evrópu svo sem Spot, Eurosonic og The Great Escape

 

 

Monotown

Þessa hljómsveit skipa bræðurnir Börkur og Daði Birgissynir ásamt handboltakempunni Bjarka Sigurðarsyni (B.Sig).

 

Mugison

Ef að þú veist ekki hver þessi er, þá er lítið annað að segja en velkomin vestur