| mánudagur 14. apríl 2014

Við erum 10 ára...

Já, Aldrei fór ég suður fagnar, er 10 ára í ár, og eins og allir sem hafa verið tíu ára vita, fylgir aldrinum fjör, orka, óútreiknanleiki, kraftur, skemmtilegheit og fjárþörf! Þá er gott að eiga góða foreldra til að gauka að sér einum og einum þúsara svona þegar með þarf.

Það er einmitt það sem tónlistarhátíðin okkar á... góða foreldra! Og ekki bara eitt sett!

 

Við getum ekki þakkað nógsamlega öllum þeim frábæru foreldrum, styrktar- og stuðningsaðilum sem hafa hjálpað til við að halda Aldrei fór ég suður gangandi síðasta áratug. Þúsund þakkir!

Með ykkar hjálp höfum við í heil tíu ár getað boðið uppá ókeypis hátíð með flottustu tónlistaratriðum landsins hverju sinni, í bland við rísandi stjörnur og heimafólk. Í 10 ár hafið þið staðið þétt við bakið á okkur og rutt veginn í gegnum súrt og sætt. Ef eitthvað bjátaði á höfum við getað rætt málin og fengið aðstoð ykkar. Það er ykkur að þakka að við höfum náð að blómstra á þessum 10 árum. Þið eruð fyrirmyndarforeldrar!

 

Takk

Og þúsund þakkir til allra smærri styrktaraðila, sjálfboðaliða og bæjarbúa allra fyrir að vera með í stuðinu! 

Sjáumst á Aldrei, aftur og aftur!