Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 21. apríl 2011

Wazzupp Jón Ólafs.

Í kvöld fer fram Af fingrum fram, þar sem Jón Ólafs fær Helga Björns til sín í létt spjall og smá lagaspilerí niðrí Hömrum.  Af því tilefni bjallaði ég í Jón og fékk hann til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum.

 

Geturu lýst Ísafirði í þremur orðum? 

Heyrðu góð spurning, mhm(eftir nokkra umhugsun):Rabbi, Grafík og snjór.

 

Hefur þú áður komið fram á hátíðinni, hvernig leggst þetta í þig?

Það hefur nokkrum sinnum staðið til að við í Ný Dönsk myndum spila á hátíðinni, og munaði minnstu í fyrra en þá voru sumir búnir að ráðstafa páskunum öðruvísi, en þetta leggst rosavel í mig.  Mestu vandkvæðin verða líklegast  að velja í 20 mínútna prógram af þessum 12-15 plötum sem við erum búnir að gefa út en það er alltaf  gaman að taka þátt í svona festivölum.

 

Er eitthvað sem þig langar að sjá frekar en annað á hátíðinni?

Það er alveg fullt, það er svo mikið sem maður hefur ekkert sé áður, t.d. Fm belfast og  mig langar að sjá Valdimar en það er  svo skemmtilegt við þessi festivöl að maður sér svo margt sem maður hefði ekkert séð annarstaðar, og eins fær fullt af ungu fólki tækifæri til að sjá Ný Dönsk sem hefur aldrei séð okkur áður svo það er mjög skemmtilegt. Það er líka alveg heil öld síðan Ný dönsk spilaði á Ísafirði, ég held að menn muni það ekki einu sinni það er svo langt síðan, síðast spiluðum við á þessu svæði á Markaðsdögum í Bolungar vík fyrir 3-4 árum. 

 

Hvað hefuru verið með mörg Af fingrum fram kvöld?

Ég var að telja þetta saman nú um daginn og það sé komin í um 20 kvöld, ég hef verið að fá allskonar listamenn til mín Pál Óskar, Stebba Hilmars, Diddú, KK, Gunni Þórðar, Björgvin Halldórs og margir góðir, suma tónleikana hefur maður verið með tvisvar, en mér finnst þetta mjög skemmtilegt konsept, að taka svona spjall og lög á milli.  Því ef maður nær söngvaranum slökum þá verða samræðurnar mjög skemmtilegar. 

 

Á að skella sér á skíði?

Ef ég gæti myndi þó líklegast ekki gera það, síðast fór ég á skíði þegar ég var hérna með Sálinni 88, þeir voru alveg ólmir í að ég færi á skíði af því að ég gerði svo lítið af því, og mig minnir að ég hafi dottið í barnalyftunni og fékk svo nokkra krakka yfir mig sem þurftu að komast áfram, ég lá svo þarna í snjónum eins og hálfviti með skíðin og stafina uppí loft.  En ef ég fengi tækifæri til að fara í innanhúsfótbolta væri ég til í það,  ég er mun sterkari í því sporti.

 

Á skalanum 1-10 hversu miklu stuði ertu í?

Núna er ég í 9unni, en verð pottþétt kominn í 10una fyrir föstudaginn.

 

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?

Ég vona bara að það verði troðfullt allstaðar sem það er hægt að komast inn, og peningakassar troðfullir allstaðar þar sem að kostar inn.  Við strákarnir erum mjög spenntir fyrir því að spila.  Og ef að fólk vantar að heyra eitthvað lag sem við tókum ekki á tónleikum þá verður það pottþétt tekið í krúsinni annaðkvöld.  Við erum nátturulega með svo mörg lög, og margir sem eiga sitt uppáhalds.  Við vorum t.d. með sýningu í Borgarleikhúsinu þar sem það var smá sprell og einhver lög spiluð, og þó maður tæki alveg 15-20 lög þá var alltaf einhver sem spurði “afhverju tókuð þið ekki þetta lag?”.  Svo það er spurning hvernig við veljum lögin, kannski við tökum bara við beiðnum úr sal? Eða tökum bara öll lögin í syrpu.

 

Ég þakka Jóni Ólafs kærlega fyrir spjallið og vona að sem flestir láti sjá sig í Hömrum í kvöld.  Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 2000 krónur inn.