Ágúst Atlason | fimmtudagur 21. apríl 2011

Ýmislegt sem viðkemur þjónustu á svæðinu

Því miður komumst við ekki yfir allar upplýsingarnar sem streyma frá hinum fjölmörgu þjónustuaðilum hér á svæðinu og ákvað ég að setja saman í eina sæta grein með svona ábendingum sem eru að berast okkur. Við reynum að sjálfsögðu að gera öllum jafn hátt undir og erum við mjög ánægðir með þann áhuga sem þjónustuaðilar á svæðinu sýna Aldrei fór ég suður og eiga þeir allir sem einn, hrós skilið fyrir framlag sitt til gesta hátíðarinnar. Kíkið hérna yfir og athugið hvort ekki leynist hér það sem þið eruð að leita að, kæru gestir Aldrei fór ég suður:

 

  • Fisherman Hotel Suðureyri. Erum með laus herbergi og höldum úti skutlu á hátíðina fyrir gesti okkar. upplýsingar og bókanir í síma 450-9000.
  • Kaffihús Simbahöllin Fjardargata 5 470 Pingeyri - Sími: 899 6659 - Tónleika með Pétur Ben Fimmtudag kl: 21!
  • Soffía Ingimarsdóttir - Er með hús til leigu vegna forfalla á Flateyri yfir helgina. Ég er í síma 4567778 0g 8477793, það geta margir sofið þar. Ódýr leiga.
  • Gisting: er með nánast fullbúið einbílishús í Súðavík 7 svefnpláss með sængum og koddum (ekki sængurver og handklæði) upplisingar í síma 865-8865 Gunna.