Tinna Ólafsdóttir | fimmtudagur 14. mars 2019

Tónlistarviðburður ársins

Aldrei fór ég suður hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarviðburð ársins 2018 í poppi og rokki. Þetta er okkur að sjálfsögðu bæði mikill heiður og hvatning.

Fulltrúar okkar fóru fullir þakklætis upp á svið á verðlaununum og þökkuðu íslensku tónlistarfólki, íbúum Ísafjarðarbæjar sem og öðrum bakhjörlum. Við dýrkum ykkur öll og erum í skýjunum. Sjáumst á páskunum fyrir vestan!

 

Tinna Ólafsdóttir | miðvikudagur 13. mars 2019

Vinnur þú flug vestur um páskana?

Nú er bara rúmur mánuður í Aldrei 2019 og því finnst okkur alveg upplagt að byrja upphitunina fyrir hátíðina af alvöru. Við erum alveg ótrúlega nálægt því að komast upp í 10.000 fylgjendur á Facebook-síðunni okkar og um leið og við náum því ætlum við að halda upp á það með því að gefa einum fylgjanda flugmiða vestur í stuðið með Air Iceland Connect.

Kíkið á www.facebook.com/aldreiforegsudur og skellið í like til að komast í pottinn. Svo sjáumst við bara um páskana!

 

Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 13. febrúar 2019

Plakatið 2019 í allri sinni dýrð!

Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 13. febrúar 2019

Myndbandið er komið!

Eða já, það er komið ef þú ert ekki of snemma...!

Eftir klukkan 13:00 í dag 13. febrúar 2019 verður hægt að sjá þetta stórfenglega
kynningarmyndband sem sérvalið fólk setti saman til að kynna listamennina sem
koma fram á næstu hátíð.
Ótrúlega spennó!

 

Dagskrá Aldrei fór ég suður 2019
Kynnir: Fallegi smiðurinn
Leikstjórn og vinnsla: Ásgeir Helgi
Lag: Gosi - Better

Snorri Örn Rafnsson | þriðjudagur 12. febrúar 2019

Það styttist í fjörið!

Það verður hægt að lesa þetta plakat á morgun!!!

Fyrst á samfélagsmiðlun klukkan 13:00, og hægt verður að hlusta á einhvern annan lesa það fyrir þig á Rás 2, einnig klukkan 13:00.

Spennan er þrúgandi!

Kristján Freyr Halldórsson | mánudagur 9. apríl 2018

ÁVARP ROKKSTJÓRA

Kæru vinir,

nú þegar rykið er að falla eftir fimmtándu Aldrei fór ég suður hátíðina sem haldin var hér á Ísafirði um páskana þá á ég erfitt með að vera ekki pínu meyr. Jafnvel örlítið væminn. Ég ætla þó að reyna að halda kúlinu. Ég er nú einu sinni rokkstjórinn, hann á ekki að vera að grenja í beinni.

Á bakvið hátíðina stendur um 20 manna hópur. Hópurinn tekur sig saman að hausti og þá kemur í ljós hversu margir í þessum hópi eru til í að vera memm hverju sinni. Blessunarlega er það varla neinn sem helst hefur úr lestinni og er því þessi hópur orðinn gríðarsterkur og samheldinn. Sumir í hópnum eru æskuvinir en það er þó mun meiri breidd í honum. Allir eiga það sammerkt að eiga hér rætur eða búa hér og finna hjá sér ástríðuna að halda þessa fallegu hátíð á ári hverju. Þetta er einu orði sagt stórkostlegur hópur.


Meira