Ágúst Atlason | mánudagur 18. apríl 2011

Mugison - Hvað er í gangi?!?

Við höfum öll séð hann á gangi, í Súðavík eða á Ísafirði. Hann er líka reglulegur gestur í ljósvökunum og í loftinu, í radíóinu. Hann er Sómi Súðavíkur og hann er mjög mikill alþýðumaður, hann er mugison. Ég henti á hann nokkrum spurningum í fésbókarviðtalsstíl. Hann svaraði:

Segðu okkur aðeins frá þér?

Ég er sonur hans Mugga Hafnarstjóra á Ísafirði og hennar Kiddýjar í Reykjavík. Ég hef verið að föndra tónlist í nokkur ár. 


Meira
Ágúst Atlason | föstudagur 15. apríl 2011

Takk Landsbanki!

Þau gleðitíðindi bárust okkur í undirbúningsnefndinni að Landsbanki Íslands ákvað að styðja dyggilega við bakið á hátíðinni í ár og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

 

Að vanda var blásið til undirritunar samstarfssamnings í morgun og að beiðni fulltrúa Landsbankans var fallegi smiðurinn, Pétur Magg, kallaður á svæðið, til að vera undirskriftar borð. Það er trú okkar allra að það boði sérstaka gæfu að undirrita svona mikilvæga samninga á bakinu á Pétri Magg.

 

Á meðflylgjandi mynd er Sævar Þ. Ríkharðsson útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði, Jón Þór Þorleifsson rokkstjóri og fallegi smiðurinn Pétur Magg. Þess má geta að Hálfdán Bjarki Hálfdánarson tók þessar fallegu myndir í morgun á Ísafirði.

Ágúst Atlason | föstudagur 15. apríl 2011

U.S.I - Hvað er nú það?

Skellti í viðtalsgír og tók smá fésbókarímeilspjall við strákana í U.S.I. Lagði fyrir þá nokkrar spurningar og fékk þessi fínu svör frá yngstu listamönnum þessa árs. Ísfirskt band, kíkið á fésbókar síðuna þeirra!

1. Hverjir skipa bandið(hver spilar á hvað, aldur, hva er bandið gamalt) U.S.I og svona fyrir okkur vestfirðingana, hver á ykkur(foreldrar)?


Meira
Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 15. apríl 2011

Tónlistarráðstefna og fræðsla

Þriðja árið í röð tekur Kraumur þátt í páskagleðinni  á Ísafirði með tónlistar ráðstefnu og fræðslunámskeiði í samstarfi við AFÉS, og fögnum við því ákaft!

Á fundum síðustu tvö ár hefur verið pælt og spögglerað í ýmsu sem viðkemur tónlistinni, réttindum listamanna, hvernig skal nýta sér netið, íslenskir vs. enskir textar og hvar eru peningarnir mínir? Svo tekin séu nokkur dæmi.

 

Eins og hefð hefur verið fyrir síðustu ár munu þeir listamenn sem koma að og taka þátt í hátíðinni vera þátttakendur í verkefninu. Ráðstefnan fer fram í Edinborgarhúsinu föstudaginn langa kl. 16:00 til 18:00.

 

Inná ráðstefnuna er frítt og er hún opin öllum áhugasömum.

 

Vefsíða kraums, þar er einnig finna fundargerðir síðustu ára.

 

Nánari upplýsingar verða bornar fram þegar nær dregur.

Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 14. apríl 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

Part cinco

Nýdönsk

Horfðu til himins, fáðu kennslu stund í ástarmálum flugvéla og þú gætir orðið alelda.  Nýdönsk hafa lengi verið með ástsælustu poppböndum þjóðarinnar og það er líklegast enginn lifandi manneskja á klakanum sem getur sagt að hann hafi aldrei verið með eitt af lögum þeirra pikkfast í hausnum yfir lengri eða skemmri tíma. 


Meira
Ágúst Atlason | fimmtudagur 14. apríl 2011

Ársgömul grein: Nýi togarinn!

Fyrir um það bil ári birtist þessi skemmtilega grein á bb.is eftir Sigurð Friðgeir Friðriksson eða Sigga Frigg eins og við þekkjum hann. Þarna ræðir hann um fiskinn í sjónum, tækifærin sem liggja í loftinu, nýsköpun og menningarhvellinn Aldrei fór ég suður!

Við heyrðum í Sigga og fengum leyfi fyrir birtingu hérna. Þess ber að geta að hann Siggi er landslagsarkitekt og er með íMenningarhvelli á Ísafirði um páskana. Kíkið á atburðinn hans sem fer fram í Skipasmíðastöð Marzelíusar Suðurtanga en þar kryfur Siggi grjótvörður og setur þær í nútímalegra form, hleðslu og færir hana inn á veggi heimilissins.


Meira