Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 15. apríl 2011

Tónlistarráðstefna og fræðsla

Þriðja árið í röð tekur Kraumur þátt í páskagleðinni  á Ísafirði með tónlistar ráðstefnu og fræðslunámskeiði í samstarfi við AFÉS, og fögnum við því ákaft!

Á fundum síðustu tvö ár hefur verið pælt og spögglerað í ýmsu sem viðkemur tónlistinni, réttindum listamanna, hvernig skal nýta sér netið, íslenskir vs. enskir textar og hvar eru peningarnir mínir? Svo tekin séu nokkur dæmi.

 

Eins og hefð hefur verið fyrir síðustu ár munu þeir listamenn sem koma að og taka þátt í hátíðinni vera þátttakendur í verkefninu. Ráðstefnan fer fram í Edinborgarhúsinu föstudaginn langa kl. 16:00 til 18:00.

 

Inná ráðstefnuna er frítt og er hún opin öllum áhugasömum.

 

Vefsíða kraums, þar er einnig finna fundargerðir síðustu ára.

 

Nánari upplýsingar verða bornar fram þegar nær dregur.

Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 14. apríl 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

Part cinco

Nýdönsk

Horfðu til himins, fáðu kennslu stund í ástarmálum flugvéla og þú gætir orðið alelda.  Nýdönsk hafa lengi verið með ástsælustu poppböndum þjóðarinnar og það er líklegast enginn lifandi manneskja á klakanum sem getur sagt að hann hafi aldrei verið með eitt af lögum þeirra pikkfast í hausnum yfir lengri eða skemmri tíma. 


Meira
Ágúst Atlason | fimmtudagur 14. apríl 2011

Ársgömul grein: Nýi togarinn!

Fyrir um það bil ári birtist þessi skemmtilega grein á bb.is eftir Sigurð Friðgeir Friðriksson eða Sigga Frigg eins og við þekkjum hann. Þarna ræðir hann um fiskinn í sjónum, tækifærin sem liggja í loftinu, nýsköpun og menningarhvellinn Aldrei fór ég suður!

Við heyrðum í Sigga og fengum leyfi fyrir birtingu hérna. Þess ber að geta að hann Siggi er landslagsarkitekt og er með íMenningarhvelli á Ísafirði um páskana. Kíkið á atburðinn hans sem fer fram í Skipasmíðastöð Marzelíusar Suðurtanga en þar kryfur Siggi grjótvörður og setur þær í nútímalegra form, hleðslu og færir hana inn á veggi heimilissins.


Meira
Ágúst Atlason | miðvikudagur 13. apríl 2011

Aldrei neglur fara í sölu í dag!

Þá er komið að því! Núna fara að týnast inn vörur sem hafa verið framleiddar fyrir hátíðina í ár. Við í söluvarningshópnum erum búin að liggja yfir hugmyndum, exelskjölum og kaffibollum sem hafa verð með kaffi í en stundum tómum. Við byrjuðum með heilan haug af hugmyndum, sumar frábærar, sumar of klikkaðar, aðrar glataðar en oftast skemmtilegar. Eftir að hafa farið vandlega yfir öll mál sem tengist svona dótaríi eins og t.d. peningar og framkvæmd að þá komust við að lokum að niðurstöðu um það sem ætti að framleiða. Við vonum að allir verði ánægði með vörurnar í ár og verði duglegir að styrkja hátíðina með því að fjárfesta í AFÉS varning..


Meira
| miðvikudagur 13. apríl 2011

Katy á leið á Afés

Aldrei fór ég suður er fyrir löngu orðin landsfræg hátíð og verður vinsælli á hverju ári.  Það eru ekki bara íslendingar sem sækja hátíðina heldur líka ævintýraþyrstir útlendingar. Það hlýtur að vera meiriháttar að koma í svona samfélag eins og Ísafjörð og upplifa svona æðislega hátíð þar sem allir eru vinir í sullandi bullandi stuði.

Ég rakst á komment á síðunni okkar í síðustu viku frá ungri stúlku sem var að óska eftir gistiplássi og ákvað að spyrja hana nokkurra spurninga.

 

Hvað heitiru, hvaðan ertu og hvað ertu að gera á Íslandi?

Ég heiti Katy Hoffman og er frá Þýskalandi og kom til Íslands fyrir 3 vikum. Ég mun dvelja hér í rúmlega þrjá mánuði á meðan ég stunda starfsnám við Háskólann á Akureyri.

 

Hvar fréttiru af AFÉS?

Ég hitti strák á Húsavík fyrir tveim vikum og hann sagði mér frá hátíðinni og hversu æðisleg stemmning væri að vera á henni. Sjálf spila ég á gítar og ELSKA tónlist og þá sérstaklega live tónlist, hún er best.

Ég var að hlusta á íslenska tónlist í fluginu á leiðinni til Íslands og líkaði það mjög vel en vinur minn tók mig svo með að sjá Mugison spila á Akureyri um daginn og ég varð strax aðdáandi. Hann er frábær á sviði og einstakur gítarleikari. Ég varð svo heilluð að ég ákvað að ég yrði bara að fara á hátíðina.

Ég þekki reyndar engan á Ísafirði eða nágrenni og því er það svolítið basl að finna gistingu með svona stuttum fyrirvara. En ég get ekki sleppt því að koma! :-D  Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýrri tónlist í leiðinni. Mig langar líka til að sjá sem mest af landinu á meðan ég er hérna, og þótti þá tilvalið að skella mér á Vestfirði á íslenska tónlistarhátíð í fyrsta sinn!

Ég var reyndar búin að hugsa að mæta bara til Ísafjarðar, án þess að vera með öruggan gististað og láta það bara reddast, en það er kannski aðeins of mikið ævintýri? :-D

 

Eru einhver sérstök bönd sem þú ert spenntust fyrir að sjá á hátíðinni?

Nei, ég er bara spennt fyrir öllu og væntingar mínar eru miklar. Ég er búin að lesa rosalega mikið um hátíðina og allt hljómar svo ferkst og heimilislegt. Allir að hjálpast að og gefa vinnuna sína. Heimafólk í bland við þekktar hljómsveitir og allir í góðu skapi! Þetta verður æði!

 

Ég rakst á sænskan strák á Facebook sem sá skilaboðin mín þar og við ákváðum að fara saman á hátíðina. Við erum búin að hringja á öll gistiheimilin á Ísafirði, og auðvitað er allt upptekið. Við erum fátækir námsmenn sem langar að upplifa stemmninguna á Afés og hitta fólkið á Ísafirði. Þannig að ef það er einhver sem vill hýsa tvo hressa ferðalanga, endilega hafið samband. Það fer mjög lítið fyrir okkur og svefnpokunum okkar ;)

Við hlökkum til að hitta alla á Ísafirði og óskum ykkur öllum gleðilegrar rokkhátíðar!

 

Rokk og ról, auf wiedersehen!

 

Með þessum orðum kveð ég Katy og vona svo sannarlega að hún láti sjá sig fyrir vestan um páskana, því það má enginn missa af AFÉS!

Ágúst Atlason | þriðjudagur 12. apríl 2011

Sokkabandið við æfingar

Eins og við sögðum frá hérna áður að þá mun Sokkabandið spila á Aldrei fór ég suður í ár. Hljómsveitin var stofnuð fyrir 29 árum og er örugglega mikil vinna að ná upp taktinum aftur. En þetta eru hörku stúlkur og hafa þær hafið æfingar af fullum krafti, hver í sínum landshluta. Á Ísafirði eru þær þrjár og æfa þær heima hjá Ásthildi Þórðar.

 

 

Hann Baldur Páll, vinur Aldrei fór ég suður, laumaðist á æfingu hjá þessum fínu frúm og á meðfylgjandi myndum sem hann tók, má sjá þær Ásthildi, Eygló og Bryndísi spila af lífsins sálar kröftum!