Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 12. apríl 2011

Listamenn og Lífskúnstnerar árið 2011

Part cuatro.

Benni Sig ásamt Vesfirskum perlum

Benni Sig fer fyrir einvala liði hljóðfæraleikara og söngvara, og mun flytja fyrir okkur helstu söngperlurnar sem hafa verið bornar undir belti á Vestfjörðum.  Benni er með fjörugari mönnum á kjálkanum, svo það var fáum til furðu þegar hann tilkynnti planeleggeringar sem tengdust því að taka sviðsdýfu á meðan á flutningi stendur.  Solid rokkstig komin í hús!

Sjá fyrri grein um Benna Sig og perlurnar.

Hér er dúett með Benna Sig og óskabarninu Sunnu K


Meira
Ágúst Atlason | mánudagur 11. apríl 2011

Af fingrum fram með Jóni Ólafs á Ísafirði!

Að kvöldi skírdags verður haldin skemmtidagskrá í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Þá mun tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson, oftast kenndur við Nýdönsk, fá til sín góðan gest í spjall og saman munu þeir slá á létta strengi og taka nokkra létta slagara. Gestur Jóns þetta hátíðarkvöld á Ísafirði verður enginn annar en Helgi Björnsson.


Meira
Ágúst Atlason | mánudagur 11. apríl 2011

Inspired by Iceland og Aldrei fór ég suður

Inspired by Iceland mun koma sérstaklega að hátíðinni í ár með miklu kynningarátaki, bæði fyrir hátíð og eftir og einnig meðan á hátíð stendur. Nú eru að hefjast sýningar á vídeóum sem voru tekin fyrir fyrir vestan sem fjalla um svæðið og menninguna en hátíðin höfð í bakgrunni. Vídeóin verða sýnd á vefsíðu Inspired by Iceland. Þetta verður flott kynning um svæðið en Vestfirðir hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarið, enda um að ræða eitt stórbrotnasta svæði landsins og sýnist á öllu að Vestfirðirnir verði ferðamannastaðurinn í ár.


Meira
Ágúst Atlason | laugardagur 9. apríl 2011

Skjámyndir

Aldrei.is setti í nokkrar skjámyndir fyrir ykkur sem hafið áhuga á svoleiðis. Myndirnar eru annað hvort teknar á tónleikum Aldrei fór ég suður eða eru úr Skutulsfirði, þar sem bæjarstæði Ísafjarðar liggur. Svo er hausmyndin hérna af Papamug einnig fáanleg. Öllum er frjálst að ná sér í mynd og skella á desktoppið. Allar myndirnar eru í margvíslegum upplausnum svo þetta henti fyrir sem flesta. Fleiri myndir eru væntanlegar og þá aðallega tónleikamyndir, af öllu stuðinu sem grær og vex um páska á Ísafirði!

Hérna eru nokkur dæmi:

Ísafjörður


Meira
Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 8. apríl 2011

Fólk til að segja hæ við III

Part drei

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hafa kvenmenn verið í minnihluta í síðustu 2 greinum, hér er dæminu hinsvegar snúið við og sjónum okkar beint mestanpartinn að kvenþjóðinni.

Matthildur Helgadóttir Jónudóttir

Framkvæmdastjóri Snerpu, hluti af söluvarningsgengi AFÉS, kvennréttindafrömuður, stuðbolti með meiru, kennir sig bæði við móður og föður á meðan hún stýrir Öldunni og fjögurra manna(kvenna) áhöfninni með dyggri hendi.


Meira
Ágúst Atlason | miðvikudagur 6. apríl 2011

Sullandi bullandi!

Ýmislegt smálegt er að gerast hér og þar í aðdraganda Aldrei fór ég suður. Allir litlu hlutirnir í kringum svona hátíð eru bara hreint ekkert litlir. Vinna í öllum nefndum er komin á fullt og t.d veit ég að söluvarningslið AFÉS fer að koma með stórfréttir og nýja tískulínu merktan Aldrei fór ég suður. Það er að bætast í stuðningsaðila sem eru til í góða díla og nú nýverið gerðu AFÉS og EXTON með sér 3 ára samning um stærra hljóðkerfi og ýmislegt ljósa gotterí fyrir tónleikana, það ætti að sounda vel þetta árið og allt upplýst! 

AFÉS hefur verið í góðu samstarfi við Venna og Stuð ehf með græjur og mun það frábæra samstarf að sjálfsögðu halda áfram.


Meira