Ágúst Atlason | laugardagur 9. apríl 2011

Skjámyndir

Aldrei.is setti í nokkrar skjámyndir fyrir ykkur sem hafið áhuga á svoleiðis. Myndirnar eru annað hvort teknar á tónleikum Aldrei fór ég suður eða eru úr Skutulsfirði, þar sem bæjarstæði Ísafjarðar liggur. Svo er hausmyndin hérna af Papamug einnig fáanleg. Öllum er frjálst að ná sér í mynd og skella á desktoppið. Allar myndirnar eru í margvíslegum upplausnum svo þetta henti fyrir sem flesta. Fleiri myndir eru væntanlegar og þá aðallega tónleikamyndir, af öllu stuðinu sem grær og vex um páska á Ísafirði!

Hérna eru nokkur dæmi:

Ísafjörður


Meira
Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 8. apríl 2011

Fólk til að segja hæ við III

Part drei

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hafa kvenmenn verið í minnihluta í síðustu 2 greinum, hér er dæminu hinsvegar snúið við og sjónum okkar beint mestanpartinn að kvenþjóðinni.

Matthildur Helgadóttir Jónudóttir

Framkvæmdastjóri Snerpu, hluti af söluvarningsgengi AFÉS, kvennréttindafrömuður, stuðbolti með meiru, kennir sig bæði við móður og föður á meðan hún stýrir Öldunni og fjögurra manna(kvenna) áhöfninni með dyggri hendi.


Meira
Ágúst Atlason | miðvikudagur 6. apríl 2011

Sullandi bullandi!

Ýmislegt smálegt er að gerast hér og þar í aðdraganda Aldrei fór ég suður. Allir litlu hlutirnir í kringum svona hátíð eru bara hreint ekkert litlir. Vinna í öllum nefndum er komin á fullt og t.d veit ég að söluvarningslið AFÉS fer að koma með stórfréttir og nýja tískulínu merktan Aldrei fór ég suður. Það er að bætast í stuðningsaðila sem eru til í góða díla og nú nýverið gerðu AFÉS og EXTON með sér 3 ára samning um stærra hljóðkerfi og ýmislegt ljósa gotterí fyrir tónleikana, það ætti að sounda vel þetta árið og allt upplýst! 

AFÉS hefur verið í góðu samstarfi við Venna og Stuð ehf með græjur og mun það frábæra samstarf að sjálfsögðu halda áfram.


Meira
Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 5. apríl 2011

Menningarbomban Ísafjörður

Eins og allir viti bornir menn gera sér grein fyrir er Ísafjörður höfuðstaður menningar á Íslandi, nafli alls þess sem við metum til virðingar í þessum heimi. Ekki nóg með það við hýsum solid Rokkhátíð um hverja páska, meðfram glæstri Skíðadagskrá þá er svo margt í þessum fjallasal sem hægt er að brúka sér til skemmtunar að iCalender brann yfir hjá mér þegar ég reyndi að setja það inn.  Ætla ég hér að útlista nokkra hluti sem hægt  er að finna sér til dundurs yfir páskana.  Listinn er eins og oft áður engan veginn tæmandi, og mæli ég helst með því að þið takið heimamann af tali og spyrjið um ráðleggingar að dundurefni


Meira
Ágúst Atlason | mánudagur 4. apríl 2011

Benni Sig og vestfirskar perlur

Það hefur vakið athygli að Benni Sig og vestfirskar perlur eru skráð til leiks á Aldrei fór ég suður 2011! Við ákváðum að "feisviðtala" Benna og negla á hann nokkrum vel völdum spurningum um hann og þetta atriði sem hann ætlar að færa okkur.


Meira
Ágúst Atlason | sunnudagur 3. apríl 2011

Sokkabandsárin

Hvað áttu þessar mætu konur og húsfrúr, garðyrkjusnillingar, rauðakrosskonur, verkalýðs&tryggingakonur, dýralæknar og örugglega margt margt margt fleira sameiginleg?!?


Meira