Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 5. apríl 2011

Menningarbomban Ísafjörður

Eins og allir viti bornir menn gera sér grein fyrir er Ísafjörður höfuðstaður menningar á Íslandi, nafli alls þess sem við metum til virðingar í þessum heimi. Ekki nóg með það við hýsum solid Rokkhátíð um hverja páska, meðfram glæstri Skíðadagskrá þá er svo margt í þessum fjallasal sem hægt er að brúka sér til skemmtunar að iCalender brann yfir hjá mér þegar ég reyndi að setja það inn.  Ætla ég hér að útlista nokkra hluti sem hægt  er að finna sér til dundurs yfir páskana.  Listinn er eins og oft áður engan veginn tæmandi, og mæli ég helst með því að þið takið heimamann af tali og spyrjið um ráðleggingar að dundurefni


Meira
Ágúst Atlason | mánudagur 4. apríl 2011

Benni Sig og vestfirskar perlur

Það hefur vakið athygli að Benni Sig og vestfirskar perlur eru skráð til leiks á Aldrei fór ég suður 2011! Við ákváðum að "feisviðtala" Benna og negla á hann nokkrum vel völdum spurningum um hann og þetta atriði sem hann ætlar að færa okkur.


Meira
Ágúst Atlason | sunnudagur 3. apríl 2011

Sokkabandsárin

Hvað áttu þessar mætu konur og húsfrúr, garðyrkjusnillingar, rauðakrosskonur, verkalýðs&tryggingakonur, dýralæknar og örugglega margt margt margt fleira sameiginleg?!?


Meira
Ágúst Atlason | föstudagur 1. apríl 2011

1. apríl!

Það voru auðvitað passarnir!

Já svo er víst, og við reyndum að gabba ykkur! Ekki höfum við enn heyrt hvort einhverjir mættu í Hamraborg en það væri gaman að vita hvort einhver viti eitthvað, endilega póstið því í commentin :D Við viljum þakka bb.is og henni Thelmu með að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Einnig á Hamraborg þakkir skildar fyrir sína þátttöku!

 

Vonum við að ykkur hafi allavega þótt þetta fyndið og biðjumst um leið afsökunar ef þetta fór illa í einhverja..en munum samt eitt, brosið er frítt!

Ágúst Atlason | föstudagur 1. apríl 2011

Passar á sérstakt VIP svæði á AFÉS 2011!

Já þið lásuð rétt, það verður sett upp sérstakt VIP svæði á Aldrei fór ég suður 2011! Þeir sem ná passa í þetta svæði munu einnig fá svokallaðan backstagepass eða baksviðspassa og verður þá frjálst að rölta um meðal poppara og annara fyrirmanna og chilla með þeim í fínum sófasettum. Er þetta nýr liður í fjáröflun fyrir hátíðina segir Jón Þór Þorleifsson, Rokkstjóri.

„Við ákváðum að ráðast í að reisa litla girðingu fremst við sviðið og bjóða passa til sölu að þessu svæði" segir Jón Þór og heldur áfram, „Þetta verða bara 200 passar og ætlum við eingöngu að bjóða þetta heimamönnum og verða passarnir til sölu í Hamraborg í dag á milli 14-16".

Passinn mun kosta 1500 íslenskar krónur og gildir lögmálið FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ!

Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 1. apríl 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

Part tres

Því meira sem ég skoða listann því meira djúsí verður hann, það úir og grúir af lostafullu poppi, ljúfri ukulele tónlist og djörfu starwars transi. 

Grafík

Þarf lítið að kynna fyrir Ísfirðingum og nærsveitungum, en Helgi Björns og félagar hafa lengi stuðlað að auknu magni kynþokka fyrir í Íslendinga í formi trylltrar sviðsframkomu og fjörugra tóna.  Grallararnir í Grafík ætla að sjá til þess að allir verða guðdómlega kynþokkafullir á Afés í ár.

Meðfylgjandi myndband er reyndar ekki Grafík, heldur Urmull og Helgi að flytja Grafík lag.  En þetta er einum og hellað til að láta  það ekki fylgja með.


Meira