Ágúst Atlason | föstudagur 1. apríl 2011

1. apríl!

Það voru auðvitað passarnir!

Já svo er víst, og við reyndum að gabba ykkur! Ekki höfum við enn heyrt hvort einhverjir mættu í Hamraborg en það væri gaman að vita hvort einhver viti eitthvað, endilega póstið því í commentin :D Við viljum þakka bb.is og henni Thelmu með að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Einnig á Hamraborg þakkir skildar fyrir sína þátttöku!

 

Vonum við að ykkur hafi allavega þótt þetta fyndið og biðjumst um leið afsökunar ef þetta fór illa í einhverja..en munum samt eitt, brosið er frítt!

Ágúst Atlason | föstudagur 1. apríl 2011

Passar á sérstakt VIP svæði á AFÉS 2011!

Já þið lásuð rétt, það verður sett upp sérstakt VIP svæði á Aldrei fór ég suður 2011! Þeir sem ná passa í þetta svæði munu einnig fá svokallaðan backstagepass eða baksviðspassa og verður þá frjálst að rölta um meðal poppara og annara fyrirmanna og chilla með þeim í fínum sófasettum. Er þetta nýr liður í fjáröflun fyrir hátíðina segir Jón Þór Þorleifsson, Rokkstjóri.

„Við ákváðum að ráðast í að reisa litla girðingu fremst við sviðið og bjóða passa til sölu að þessu svæði" segir Jón Þór og heldur áfram, „Þetta verða bara 200 passar og ætlum við eingöngu að bjóða þetta heimamönnum og verða passarnir til sölu í Hamraborg í dag á milli 14-16".

Passinn mun kosta 1500 íslenskar krónur og gildir lögmálið FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ!

Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 1. apríl 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

Part tres

Því meira sem ég skoða listann því meira djúsí verður hann, það úir og grúir af lostafullu poppi, ljúfri ukulele tónlist og djörfu starwars transi. 

Grafík

Þarf lítið að kynna fyrir Ísfirðingum og nærsveitungum, en Helgi Björns og félagar hafa lengi stuðlað að auknu magni kynþokka fyrir í Íslendinga í formi trylltrar sviðsframkomu og fjörugra tóna.  Grallararnir í Grafík ætla að sjá til þess að allir verða guðdómlega kynþokkafullir á Afés í ár.

Meðfylgjandi myndband er reyndar ekki Grafík, heldur Urmull og Helgi að flytja Grafík lag.  En þetta er einum og hellað til að láta  það ekki fylgja með.


Meira
Ágúst Atlason | fimmtudagur 31. mars 2011

Skíðavikudagskráin

Var að reka augun í Skíðavikudagskránna, en vikan fyrir og um páska, er stútfull af flottum viðburðum. Þarna má finna eitthvað að gera fyrir alla aldurshópa og má þar nefna sprettgöngur í miðbænum, páskaeggjamót, bátsferðir, furðufatadag á skíðasvæðinu, myndlistarsýningar, leikhússýningar, ráðstefnur um hin ýmsu málefni og ég veit ekki hvað.

 

Það er alveg á hreinu að engum þarf að leiðast hér þessa daga, en búið er að panta sólskin alla páskana fyrir okkur!

 

Endilega kynntu þér dagskránna nánar!

Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 31. mars 2011

TOSSALISTI AFÉS!

Mikilvægir hlutir sem þarf að muna(og gleyma) að taka með á hátíðina

Í spenningnum sem fylgir því að líða fer að Aldrei fór ég suður á það til að ske að maður gleymir mikilvægum hlutum.  Ég skellti því í smá tossalista fyrir þá sem eru virkilega slæmir í þessu , eða þekkja einfaldlega  ekki hvað er til siðs á hátíðinni.  Mælt er með því að þetta verði prentað út og haft við hliðiná tímaplaninu á ískápnum.


Meira
Ágúst Atlason | miðvikudagur 30. mars 2011

Góður dagur á Vestfjörðum

Þeir eru það margir, góðu dagarnir fyrir vestan. Á vorin...(já við viljum meina að það sé komið vor) fjölgar þeim hratt og eru í hámarki um páska þegar Aldrei fór ég suður fer fram. En við ætlum ekki að tala um vorið og blómin heldur dag sem Aldrei fór ég suður fólk átti með velunnurum hátíðarinnar og blaðamönnum að sönnan sem vestan. Í dag var semsagt sá dagur sem næst mest er beðið eftir(að sjálfsögðu er föstudagurinn langi sá mest spennandi, þegar hátíð hefst) en þá eru listamennirnir kynntir til leiks. Blaðamannamorgunverðarfundur var haldinn í flugstöðinni á Ísafirði þar sem Gamla bakaríið bauð upp á veitingar. Hér má sjá dagskrá fundarins og hver talaði um hvað:


Meira