Ágúst Atlason | þriðjudagur 29. mars 2011

LISTAMENN - Aldrei fór ég suður 2011

Nú styttist í áttundu Aldrei fór ég suður hátíðina og hefur sérstök uppstillingarnefnd hátíðarinnar lokið sinni vinnu. Hér fyrir neðan er listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

 

Að vanda verður hátíðin haldin á Ísafirði á páskahelginni og munu tónleikarnir fara fram föstudaginn 22. apríl og laugardaginn 23. apríl í húsnæði KNH á Ísafirði. Auk þess mun fara fram upphitun fyrir hátíðina fimmtudagskvöldið 21. apríl á fleirum stöðum í bænum.


Meira
Ágúst Atlason | mánudagur 28. mars 2011

Þeir sem trylla munu lýðinn!

Það er bara þannig, í dag er dagurinn.....áður. Þetta er svona dagur þar sem allir eru spenntir fyrir fréttunum af hvaða listamenn trylla alþýðuna á Aldrei fór ég suður. Endanlegur listi verður kynntur á morgun á blaðamannamorgunverðarfundi kl 8:40 á Ísafjarðarflugvelli í boði Ísafjarðarbæjar og Aldrei fór ég suður. Nokkrir dagskrárliðir verða á flugvellinum og munu ýmsir kynjakvistir stíga á stokk og ræða hin ýmsu mál, eins og ber að gera á rokkfundum sem haldnir eru á flugvöllum með rokkhundum!

 

Nú er betra að fylgjast vel með því það eru frímiðar í boði fyrir þann sem skellir einu fallegu stuð LÆKI á þessa frétt og eru fríir miðar í boði fyrir viðkomandi og eins marga og hann vill bjóða, mjög sniðugt að hringja í ömmu og afa, óskylda frændur, systrasyni og bræðradætur. Svo getur allur vinahópurinn komið með líka, og vinir þeirra, og vinir þeirra, og vinir þeirra.....stopp nú! Nóg pláss fyrir alla og að sjálfsögðu er frítt inn! Þannig að þetta var grín, svona sirka þessi málsgrein, öll.

 

En til baka að aðal málinu, listamannalistinn verður birtur hér á morgun fljótlega eftir fund, fylgist því vel með, kannski er þarna að finna þitt uppáhalds band!

 

Nú er bara að vona að það verði flogið, hafa menn aldrei heyrt um Ísafjörð!

 

Rokk og stuð!

 

Andri Pétur Þrastarson | mánudagur 28. mars 2011

Fólk til að segja hæ við á hátíðinni II

Part zwei.

Við höldum okkar herferð okkar gegn því að aðkomumönnum eigi eftir að upplifa sig sem utangarðsmenn á okkar frómuðu tónlistarhátíð.  Svo partur tvö er tilbúinn til að hleypa gleði inní líf ykkar.

Maggi Hauks

Ef þig svengir í fisk þá skaltu eftir fremsta magni reyna að fá hann Magga til að kokka hann oní þig, og það er ekki bara fiskurinn sem leikur í höndunum á honum, ef þú getur tuggið það, þá getur hann eldað það!  Svo ekki sé talað um það, að það eru fáir menn á vestfjörðum sem hafa yfir jafn myndarlegum farkosti að ráða.


Meira
Andri Pétur Þrastarson | laugardagur 26. mars 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

Part dos.

Hér er annar hluti af ferðalagi okkar um víðlendur dagskráar Aldrei fór ég suður.  Þetta er spennandi ferðalag svo ekki gleyma að spenna beltin, því þetta eru ekki einhver smáatriði sem eru kynnt hér í dag.

 

Bjartmar og bergrisarnir

Sólin fær að súnka í hafið um páskana á Ísafirði, þegar Bjartmar og Bergrisarnir verma sviðið í KNH með suðrænni sveiflu og súrmjólk í hádeginu


Meira
Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 25. mars 2011

Fólk til að segja hæ við á hátíðinni

Part eins.

 

Þegar aðkomufólk kemur inní bæ þar sem þeir þekkja fáa eða engan getur komið upp smá vægileg vandamál á förnum vegi.  Í flestum bæjarfélögum eru nokkrir einstaklingar sem eru mjög áberandi í bæjarlífinu og er maður ekki maður með mönnum ef maður heilsar að minnsta kosti ekki einum þeirra. Til byrgja brunnin áður en aðkomufólk dettur oní hann ætla ég að benda hér á nokkra einstaklinga sem vert er að heilsa ef svo skemmtilega vill til að þú mætir honum/henni.  Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi, og best er ef þú heilsar bara öllum! því öll dýrin í skóginum eru vinir á Aldrei fór ég suður.


Jón Þór Rokkstjóri
Að sjálfsögðu er það rokkstjórinn sjálfur sem er einn af þeim sem þú ættir eftir fremsta megna að reyna að heilsa.  Hann er maðurinn með 2kg lyklakippuna


Meira
Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 24. mars 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

-part uno.

 

Á hverju ári er kappkostað við að hafa eins fjölbreytt atriði og kostur er á, enda er þetta hátíð Alþýðunnar.  Í fyrsta holli dagskránnar sem var gert sýnilegt almenningi var strax komið mjög gott kaffi, við skulum líta aðeins nánar á það.

 

Jónas Sigurðsson

Hann Jónas Sigurðson hefur meira til brunns að bera en að vera Rangur maður á röngum tíma.  Lög eins og Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum og Hamingjan er hér hafa hljómað á öldum ljósvakans og vakið lukku meðal ungra sem aldina, sem gerir Jónas tilvalinn kandídat í flóru AFÉS listamanna. 

Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Hamingjan er hér(sem nota bene er lag ársins 2010).

 

 

 

The Vintage Caravan

Tveir Reykvískir rokkhundar ásamt einum Bolvískum voffa manna þetta kynlega band.  Þeir lentu í 3. sæti í Músíktilraunum árið 2009, og tóku eftir það þátt í Tónlistarsmiðju í Tankinum, ásamt því að hafa stundað mikið spilerí sunnan heiða, (á grútskítugum brjóstabúllum að sjálfsögðu) Þeir spila rokk af gamlaskólanum,  og eru ekkert að flækja þetta.  Einungis bít, grúv, bitches og gítarsóló!¡!

Meðfylgjandi er lifandi tónlistarflutningur frá Dillon:

 

 

FM Belfast

Hið harðduglega og hamingjusama band með lög sem hægt er að dansa við allt frammí heimsenda heiðra okkur með nærveru sinni á ný.  Þau komu síðast fram árið 2009  á hátíðinni og var ekki einn maður(eða kona) sem dansaði ekki með, þvílík var gleðin!  Síðan þá hafa þau ferðast um víða veröld og bara verið upptekin við að vera æðisleg.

Ef þér tekst að horfa á þetta án þess að hreyfa þig, þá ertu lamaður: