Ágúst Atlason | fimmtudagur 31. mars 2011

Skíðavikudagskráin

Var að reka augun í Skíðavikudagskránna, en vikan fyrir og um páska, er stútfull af flottum viðburðum. Þarna má finna eitthvað að gera fyrir alla aldurshópa og má þar nefna sprettgöngur í miðbænum, páskaeggjamót, bátsferðir, furðufatadag á skíðasvæðinu, myndlistarsýningar, leikhússýningar, ráðstefnur um hin ýmsu málefni og ég veit ekki hvað.

 

Það er alveg á hreinu að engum þarf að leiðast hér þessa daga, en búið er að panta sólskin alla páskana fyrir okkur!

 

Endilega kynntu þér dagskránna nánar!

Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 31. mars 2011

TOSSALISTI AFÉS!

Mikilvægir hlutir sem þarf að muna(og gleyma) að taka með á hátíðina

Í spenningnum sem fylgir því að líða fer að Aldrei fór ég suður á það til að ske að maður gleymir mikilvægum hlutum.  Ég skellti því í smá tossalista fyrir þá sem eru virkilega slæmir í þessu , eða þekkja einfaldlega  ekki hvað er til siðs á hátíðinni.  Mælt er með því að þetta verði prentað út og haft við hliðiná tímaplaninu á ískápnum.


Meira
Ágúst Atlason | miðvikudagur 30. mars 2011

Góður dagur á Vestfjörðum

Þeir eru það margir, góðu dagarnir fyrir vestan. Á vorin...(já við viljum meina að það sé komið vor) fjölgar þeim hratt og eru í hámarki um páska þegar Aldrei fór ég suður fer fram. En við ætlum ekki að tala um vorið og blómin heldur dag sem Aldrei fór ég suður fólk átti með velunnurum hátíðarinnar og blaðamönnum að sönnan sem vestan. Í dag var semsagt sá dagur sem næst mest er beðið eftir(að sjálfsögðu er föstudagurinn langi sá mest spennandi, þegar hátíð hefst) en þá eru listamennirnir kynntir til leiks. Blaðamannamorgunverðarfundur var haldinn í flugstöðinni á Ísafirði þar sem Gamla bakaríið bauð upp á veitingar. Hér má sjá dagskrá fundarins og hver talaði um hvað:


Meira
Ágúst Atlason | þriðjudagur 29. mars 2011

LISTAMENN - Aldrei fór ég suður 2011

Nú styttist í áttundu Aldrei fór ég suður hátíðina og hefur sérstök uppstillingarnefnd hátíðarinnar lokið sinni vinnu. Hér fyrir neðan er listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

 

Að vanda verður hátíðin haldin á Ísafirði á páskahelginni og munu tónleikarnir fara fram föstudaginn 22. apríl og laugardaginn 23. apríl í húsnæði KNH á Ísafirði. Auk þess mun fara fram upphitun fyrir hátíðina fimmtudagskvöldið 21. apríl á fleirum stöðum í bænum.


Meira
Ágúst Atlason | mánudagur 28. mars 2011

Þeir sem trylla munu lýðinn!

Það er bara þannig, í dag er dagurinn.....áður. Þetta er svona dagur þar sem allir eru spenntir fyrir fréttunum af hvaða listamenn trylla alþýðuna á Aldrei fór ég suður. Endanlegur listi verður kynntur á morgun á blaðamannamorgunverðarfundi kl 8:40 á Ísafjarðarflugvelli í boði Ísafjarðarbæjar og Aldrei fór ég suður. Nokkrir dagskrárliðir verða á flugvellinum og munu ýmsir kynjakvistir stíga á stokk og ræða hin ýmsu mál, eins og ber að gera á rokkfundum sem haldnir eru á flugvöllum með rokkhundum!

 

Nú er betra að fylgjast vel með því það eru frímiðar í boði fyrir þann sem skellir einu fallegu stuð LÆKI á þessa frétt og eru fríir miðar í boði fyrir viðkomandi og eins marga og hann vill bjóða, mjög sniðugt að hringja í ömmu og afa, óskylda frændur, systrasyni og bræðradætur. Svo getur allur vinahópurinn komið með líka, og vinir þeirra, og vinir þeirra, og vinir þeirra.....stopp nú! Nóg pláss fyrir alla og að sjálfsögðu er frítt inn! Þannig að þetta var grín, svona sirka þessi málsgrein, öll.

 

En til baka að aðal málinu, listamannalistinn verður birtur hér á morgun fljótlega eftir fund, fylgist því vel með, kannski er þarna að finna þitt uppáhalds band!

 

Nú er bara að vona að það verði flogið, hafa menn aldrei heyrt um Ísafjörð!

 

Rokk og stuð!

 

Andri Pétur Þrastarson | mánudagur 28. mars 2011

Fólk til að segja hæ við á hátíðinni II

Part zwei.

Við höldum okkar herferð okkar gegn því að aðkomumönnum eigi eftir að upplifa sig sem utangarðsmenn á okkar frómuðu tónlistarhátíð.  Svo partur tvö er tilbúinn til að hleypa gleði inní líf ykkar.

Maggi Hauks

Ef þig svengir í fisk þá skaltu eftir fremsta magni reyna að fá hann Magga til að kokka hann oní þig, og það er ekki bara fiskurinn sem leikur í höndunum á honum, ef þú getur tuggið það, þá getur hann eldað það!  Svo ekki sé talað um það, að það eru fáir menn á vestfjörðum sem hafa yfir jafn myndarlegum farkosti að ráða.


Meira