Andri Pétur Þrastarson | laugardagur 26. mars 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

Part dos.

Hér er annar hluti af ferðalagi okkar um víðlendur dagskráar Aldrei fór ég suður.  Þetta er spennandi ferðalag svo ekki gleyma að spenna beltin, því þetta eru ekki einhver smáatriði sem eru kynnt hér í dag.

 

Bjartmar og bergrisarnir

Sólin fær að súnka í hafið um páskana á Ísafirði, þegar Bjartmar og Bergrisarnir verma sviðið í KNH með suðrænni sveiflu og súrmjólk í hádeginu


Meira
Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 25. mars 2011

Fólk til að segja hæ við á hátíðinni

Part eins.

 

Þegar aðkomufólk kemur inní bæ þar sem þeir þekkja fáa eða engan getur komið upp smá vægileg vandamál á förnum vegi.  Í flestum bæjarfélögum eru nokkrir einstaklingar sem eru mjög áberandi í bæjarlífinu og er maður ekki maður með mönnum ef maður heilsar að minnsta kosti ekki einum þeirra. Til byrgja brunnin áður en aðkomufólk dettur oní hann ætla ég að benda hér á nokkra einstaklinga sem vert er að heilsa ef svo skemmtilega vill til að þú mætir honum/henni.  Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi, og best er ef þú heilsar bara öllum! því öll dýrin í skóginum eru vinir á Aldrei fór ég suður.


Jón Þór Rokkstjóri
Að sjálfsögðu er það rokkstjórinn sjálfur sem er einn af þeim sem þú ættir eftir fremsta megna að reyna að heilsa.  Hann er maðurinn með 2kg lyklakippuna


Meira
Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 24. mars 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

-part uno.

 

Á hverju ári er kappkostað við að hafa eins fjölbreytt atriði og kostur er á, enda er þetta hátíð Alþýðunnar.  Í fyrsta holli dagskránnar sem var gert sýnilegt almenningi var strax komið mjög gott kaffi, við skulum líta aðeins nánar á það.

 

Jónas Sigurðsson

Hann Jónas Sigurðson hefur meira til brunns að bera en að vera Rangur maður á röngum tíma.  Lög eins og Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum og Hamingjan er hér hafa hljómað á öldum ljósvakans og vakið lukku meðal ungra sem aldina, sem gerir Jónas tilvalinn kandídat í flóru AFÉS listamanna. 

Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Hamingjan er hér(sem nota bene er lag ársins 2010).

 

 

 

The Vintage Caravan

Tveir Reykvískir rokkhundar ásamt einum Bolvískum voffa manna þetta kynlega band.  Þeir lentu í 3. sæti í Músíktilraunum árið 2009, og tóku eftir það þátt í Tónlistarsmiðju í Tankinum, ásamt því að hafa stundað mikið spilerí sunnan heiða, (á grútskítugum brjóstabúllum að sjálfsögðu) Þeir spila rokk af gamlaskólanum,  og eru ekkert að flækja þetta.  Einungis bít, grúv, bitches og gítarsóló!¡!

Meðfylgjandi er lifandi tónlistarflutningur frá Dillon:

 

 

FM Belfast

Hið harðduglega og hamingjusama band með lög sem hægt er að dansa við allt frammí heimsenda heiðra okkur með nærveru sinni á ný.  Þau komu síðast fram árið 2009  á hátíðinni og var ekki einn maður(eða kona) sem dansaði ekki með, þvílík var gleðin!  Síðan þá hafa þau ferðast um víða veröld og bara verið upptekin við að vera æðisleg.

Ef þér tekst að horfa á þetta án þess að hreyfa þig, þá ertu lamaður:

 

 

Andri Pétur Þrastarson | miðvikudagur 23. mars 2011

Tímaplan Aldrei fór ég suður 2011(límið þetta á ísskápinn!)

Útlínur hátíðarinnar í ár eru óðum að skýrast, og hefur nú verið tekin ákvörðun um það hvernig tímasetningum á tónleikahaldi og stuði er háttað.  

Á fimmtudagskvöldinu 21.04 verða tónleikar og uppistand í krúsinni, það var fyrst reynt í fyrra og tókst með þvílíkum ágætum að efnt verður til slíks stemmingsskapara að þessu sinni líka.  Og ekki von á öðru nema bullandi stemmingu fyrir komandi stuði.
Á föstudaginn 22.04 er stuðinu formlega sparkað af stað í KNH húsinu klukkan 20:00 og er gert hlé á formlegu stuði klukkan 01:00.
Á laugardaginn 23.04 heldur stuðið svo áfram klukkan 18:00 og lýkur því klukkan 01:00. (Og eins og áður segir formlegu stuði, auðvitað eru allir í stuði alla páskahátíðina!)

Við viljum minna foreldra barna sem viðstödd eru á hátíðinni að virða reglur um útivistartíma barna, en þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00.

Rafmagnaðar rokk og ról kveðjur þar til næst!

Ágúst Atlason | þriðjudagur 22. mars 2011

Uppljóstranir um ný bönd

Í útvarpi allra landsmanna í morgun voru þeir mættir Mugison og Jón Þór rokkstjóri, rokkstjóri er nú svo flottur titill að héðan frá mun ég skrifa hann með stórum staf. Rokkstjóri! Virðulegt.

 

Farið var út í hin ýmsu mál varðandi hátíðina og nýja vefinn og beinar útsendingar sem verða frá hátíðinni en Inspired by Iceland og RÚV munu senda beint og verður það aðgengilegt fyrir alla. Risa takkinn hérna við hliðina mun vísa á beina útsendingu af vef Inspired by Iceland á meðan á hátíð stendur.

 

Því miður hefur Skálmöld fallið af listamannalistanum, mikill missir af því bandi en það koma bönd í banda stað og eins og Rokkstjóri segir, bara vera bjartsýn og hafa gaman að þessu og tilkynnti hann 2 ný bönd til sögunnar. Hljómsveitinn Valdimar mun spila og svo glæný hljómsveit Mr. Sillu, sem ásamt henni er mönnuð af Gunnari Tynes sem er með Sillu í Múm, Gylfa Blöndal úr Kimono, Dóra úr Seabear, Kristni Gunnari Blöndal eða KGB og Magga trommara úr Amiinu.

 

 

Í leiðinni viljum við þakka ykkur fyrir frábærar viðtökur á nýja vefnum en síðan við opnuðum hafa um það bil 3000 gestir kíkt inn og flettingarnar yfir 10.000!

Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 17. mars 2011

Aldrei fór ég suður 2003 bis 2011

Hvað hugsum við um þegar við heyrum þessi orð, Aldrei fór ég suður?  Lagið með Bubba? varla... eitthvern sveitung sem hefur aldrei farið úr sínum vestlæga firði? Frekar, en ekki alveg.  Hvað með: Mestu og best stemmdu rokkhátíð á vora ástkæra föðurlandi og þó víða væri leitað?  BINGÓ!

Í huga Mugisons og meðferðarmanna hófust meldingar um að halda þessa merku hátíð árið 2003, og það sem byrjaði sem lítill snjókúla er nú orðinn jafnoki vatnajökuls hvað mikilfengleika varðar, og virðist ekki vera að stoppa.  Hátíðin hefur átt sína hápunkta, og að sjálfsögðu sína lágpunkta líka(lesist sem Blonde redhead).  En stemmingin sem hefur einkennt hátíðina hefur aldrei vikið fyrir fílúpúkanum alræmda sem á það til að poppa upp þegar gamnið stendur sem hæst. 

Ég hef tekið þátt í þessari hátíð frá fyrstu tíð, bæði sem áhorfandi og þáttakandi,  þegar ég var fyrst viðstaddur fannst mér reyndar candy floss-ið mun áhugaverðari heldur en tónlistaratriðin, en það hefur sem betur fer vaxið af mér.  Hver einasta hátíð hefur skilið eftir sig sælar minningar, hvort sem það er að taka undir með söng Appollo, dansa við Orphic Oxtra, fara í matarpásu þegar Ingó spilar(lol jk) eða fara í sleik með undirspili frá Sudden Weather Change þá er alltaf eitthvað brakandi ferskt á hverri hátíð.

Í seinni tíð bættust við málþing í Edinborg, forleikur á krúsinni og varð það ekki til að minnka stuðið.  Enda er AFÉS fyrst og fremst stuðhátíð, stuð og kærleikshátíð.  Tveir dagar af friði og tónlist, já ég sagði það, Aldrei fór ég suður er okkar Woodstock.

Með hækkandi sól og straumi aðkomumanna kemur ný hátíð, meiri tónlist, meira stuð og minni fýla.  Engin efnahagsleg lægð, díoxín mengun eða kjarnorkuslys á eftir að megna að koma í veg fyrir það að Ísafjörður um páskanna 2011 verður THE pláss til að vera á!