Kristján Freyr Halldórsson | fimmtudagur 1. febrúar 2018

FYRSTU ATRIÐI TILKYNNT Á ALDREI FÓR ÉG SUÐUR 2018

Þar kom loks að því að við heyrðum einhver tíðindi af Aldrei fór ég suður 2018. Og engin smá tíðindi! Það er hér með kunngjört hvaða 10 hljómsveitir af 14 munu prýða hátíð ársins.

 

Aldrei fór ég suður er nú haldin í fimmtánda sinn (pælið í því!) og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Aðaldagskráin verður eins og síðustu 2 ár til húsa í Kampa-skemmunni á horni Ásgeirsgötu og Aldrei fór ég suðurgötu og stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa 30. mars og laugardaginn 31. mars. Þar að auki verður boðið upp á ýmsa hliðardagskrá frá miðvikudegi til sunnudags víðsvegar um Skutulsfjörð sem og nágrannabyggðarlög.

 

En þá af tíðindum dagsins! Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar eru eftirfarandi: 


Meira
Kristján Freyr Halldórsson | föstudagur 21. apríl 2017

TAKK!

TAKK!

Takk, þið öll sem komuð og skemmtuð ykkur fallega á Aldrei fór ég suður í ár. Eins og ávallt eru stjörnur hverrar hátíðar einmitt þið, gestirnir sjálfir. Hver einasti tónlistarmaður talar ávallt vel um viðtökur gesta og jákvæða orku í salnum.

Takk, þið öll sem komuð fram á hátíðinni. Þið skiluðuð 100% ómengaðri gleði frá ykkur af sviðinu og út í sal. Það er stórkostlegt að fylgjast með ykkur og við erum þakklát fyrir ykkar framlag og að þið séuð ávallt tilbúin að heimsækja okkur á Ísafjörð um páskana ... nei, ég meina á páskunum.

Takk, þið öll sem hjálpuðu til við að koma hátíðinni á koppinn. Þið eruð fjölmörg og þið vitið hver þið eruð. Það eru fjölmörg handtökin og í raun fáir hér fyrir vestan sem ekki koma að hátíðinni á einn eða annan hátt.

Takk, fyrirtæki og einstaklingar sem styðja við bakið á hátíðinni. Takk húsráðendur skemmunnar. Takk bæjaryfirvöld, takk lögregla, slökkvilið, áhaldahús og allir sem hjálpuðu til við utanumhald. Við erum ákaflega stolt að leiða ykkur öll að plógnum hvert ár í þessu fallega samfélagsverkefni.

Takk, Ísafjörður fyrir að skarta þínu fegursta og gera okkur stolt. Takk Flateyri, takk Suðureyri, takk Súðavík, takk Bolungarvík, takk Þingeyri og takk Hnífsdalur! Takk vinir okkar á sunnanverðum Vestfjörðum. Takk Vestfirðir, þið rokkið!

Takk fyrir að hlusta á rokkstjórann. Undirritaður óskaði þess að hver gestur hefði að leiðarljósi „Þrjú vöff rokkstjóra”: 
V#1, Virðing, berum virðingu fyrir öllum í kringum okkur. 
V#2, Varningur og veitingar, kaupum af hátíðinni og tryggjum fjármögnun næstu hátíðar. 
V#3, fílingur, verum öll í góðum fíling og skemmtum okkur fallega.
Það er engu líkara en að hver og einn hafi glósað þetta niður - allt gekk þetta upp og meira til.

Takk Aldrei fór ég suður, fyrir að vera heimilisleg fjölskylduhátíð, fyrir að vera mátulega töff, fyrir að vera temmilega sveitó, takk fyrir að færa okkur bros og takk fyrir að sprauta stuði yfir samfélagið hverja páska. Haltu því endilega áfram um ókomna tíð!

Takk, elsku rokkstjórn. Þið eruð hetjur!

TAKK!

F.h. Aldrei fór ég suður

Kristján Freyr

Snorri Örn Rafnsson | laugardagur 15. apríl 2017

OG SVO KOM LAUGARDAGURINN!


Dagskráin Laugardag
18:00 DJ GLÓ
19:30 Between mountains
20:00 DJ Helga Þórdís
20:10 Hildur
20:40 DJ Baldur Smári
20:50 Vök
21:20 DJ Ylfa Mist
21:30 Emmsjé Gauti
22:10 Börn
22:50 Rythmatic
23:30 Valdimar
Ágúst Atlason | föstudagur 14. apríl 2017

Aldrei fór ég suður LIVE á RÚV!

Rúvarar eru svo góðir að senda Aldrei fór ég suður LIVE út á netið fyrir ykkur sem komist ekki í skemmustuðið. 

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ ALDREI FÓR ÉG SUÐUR 2017 HJÁ RÚÚÚVVVVVVVH!

Snorri Örn Rafnsson | föstudagur 14. apríl 2017

SVONA ER FÖSTUDAGURINN


Dagskráin Föstudag
18:00 DJ GUlli Disco
19:30 Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar
20:00 Rúna Esra
20:10 Soffía Björg
20:40 Herra Hammond
20:50 Karó
21:20 Halla Mía
21:30 KK Band
22:10 Mugison
22:50 Kött Grá Pje
23:30 HAM
Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 12. apríl 2017

EINN RÆKJUBORGARA TAKK!

Hver man ekki eftir því að hafa brugðið sér inn í Vitann og fengið sér kalda kóla og Rækjuborgara?
Við sem erum svo lánsöm að muna getum endurnýjað kynni okkar við þennan stórkostlega rétt í nýrri og endurbættri veitingasölu Afés. Nú og þeir sem ekki muna eftir rækjuborgaranum eða Vitanum sjálfum sökum aldurs,  skorts á aldri eða öðrum ástæðum einhverjum geta snarlega bætt úr því.
Í góðri samvinnu við eðalhjónin Jóa Torfa og Helgu Sigmunds höfum við nefnilega endurvakið og endurbætt þennan sígilda ísfirska rétt fyrir okkur öll og við þökkum þeim fyrir. Það má því með sanni segja að ,,Kombakk ársins" komi hér fram á sjónarsviðið í formi klassíska rækjuborgarans.

En þetta eru ekki einu breytingarnar á veitingasölunni okkar. 

Fyrst ber að nefna að í ár munum við selja allar okkar veitingar innandyra. Við höfum kvatt tjöldin í bili og munum hafa það kósý inni í húsakynnum Kampa með allan okkar mat og drykk.
Það er enginn annar en matgæðingurinn Guðmundur Björgvin Magnússon, sem er hrikalega fær í að elda fisk ofan í fólk í Tjöruhúsinu, sem tekið hefur skurk í skipulaginu hjá okkur og lagað það sem lagað varð og bætt við þar sem uppá vantaði.

Úrvalið er ekki svo mikið frábrugðið fyrri árum að undanskildum rækjuborgaranum. 
Hin ómissandi fiskisúpa er á sínum stað ásamt besta plokkara í heiminum öllum að sjálfsögðu.
Auk þess getum við fengið okkur samlokur og lax og alls kyns drykki til að skola þessu niður með.

Það er því ekkert annað en upplagt að mæta snemma og fá sér gott að borða og drekka fyrir tónleikana sjálfa, en veitingasalan (og reyndar öll skemman) opna klukkan 18:00 bæði kvöldin.
Vestfirskir plötusnúðar munu spila góða tónlist fyrir gesti og gangandi til klukkan 19:30, en þá mun tónlistarfólkið fara að streyma á sviðið.

Eins og þið vitið þá eruð það þið öll sem haldið þessu gangandi hjá okkur með því að versla við okkur veitingar og varning. Þess vegna finnst okkur svo mikilvægt að bjóða upp á metnaðarfullt úrval af vandaðri vöru og frábærum mat og drykk.
Við hvetjum því alla til þess að koma og skemmta sér konunglega og versla í leiðinni við okkur og þar með stuðla að áframhaldandi fjöri um komandi ár.
Þetta er nefnilega svo djöfulli gaman!