Ágúst Atlason | miðvikudagur 2. nóvember 2016

Kristján Freyr nýr rokkstjóri Aldrei fór ég suður

Tónlistarmaðurinn og Hnífsdælingurinn Kristján Freyr Halldórsson hefur verið ráðinn rokkstjóri Aldrei fór ég suður hátíðarinnar og tekur hann við keflinu af Birnu Jónasdóttur. Birna hefur rokkstýrt síðustu þremur rokkhátíðum með bravúr en hún hélt til útlanda í vikunni og náði að klukka einn helsta samstarfsfélaga sinn Kristján Frey rétt fyrir brottför. Birna mun þó ekki yfirgefa stjórn hátíðarinnar og mun starfa við undirbúning næsta árs. Kristján Freyr er alls ekki ókunnur hátíðinni en hann hefur verið í innsta hring næstum frá byrjun hátíðarinnar.
 
Örn Elías Guðmundsson upphafsmaður Aldrei fór ég suður og jafnframt stjórnarformaður hátíðarinnar er ánægður með ráðninguna, „Kristján Freyr eða Kriss Rokk eins og við köllum hann var efst á óskalistanum hjá okkur í rokkstjóraembættið í ár. Hefðum við auglýst stöðuna hefði auglýsingin hljómað svona  „Okkur hjá Aldrei vantar manneskju sem kann að halda stöðugum takti, getur lesið í sal eins og veislustjóri og þekkir persónulega allt tónlistarfólk á Íslandi” og þá hefði bara einn maður komið til greina: Kristján Freyr”.

Meira
Ágúst Atlason | laugardagur 26. mars 2016

Lineup laugardagur!

Það var þrusustuð í gær og trylltu hvert annað bandið og listamenn lýðinn sem enginn væri morgundagurinn, en, hér er morgundagurinn, ef gær væri núna! Line uppið í kvöld gefur ekkert eftir og þetta verður rooooooosalegt! Í djamm(kulda)gallann og út með þig, því þetta lið ætlar að trylla þig í kvöld í Kampaskemmunni!

Og BÓNUS - 7 atriði!

20:00 GKR
20:40 Mamma Hestur
21:20 Emilíana Torrini
22:00 Úlfur Úlfur
22:40 Risaeðlan
23:20 Tonik Ensemble
24:00 Sykur

Bendum svo á frábærar myndir og frásögn af gærkveldinu á Orkusölublogginu!

Ágúst Atlason | föstudagur 25. mars 2016

Live útsending frá Aldrei

Að sjálfsögðu verður allt live í boði Jakans TV, Snerpu, Símafélagsins og Rás 2. Útsendinguna má finna hér og á RÚV 2. Þið getið smellt á LIVE takkann uppi í valmyndinni, nú erða bara HÉR!

Ágúst Atlason | föstudagur 25. mars 2016

Lineup föstudagur!

Gleðilegan föstudag! Aldrei dag! Palla dag!
Smá breyting á lænöppi kvöldsins, okkar elsku besti Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) mætir í skemmuna um kl. 22 í kvöld. Þvílík gleðisprengja!

Þá er dagskráin sirka svona + Palli kl: 22! Pínulítið allskonar og allt í spreng :)

A.T.H Uppfært lineup!

20:00 Glowie 
20:40 Apollo
21:20 Laddi
22:00 Páll Óskar
22:40 Agent Fresco
23:20 Strigaskór nr 42

23:50 BJÓR!!

Ágúst Atlason | föstudagur 25. mars 2016

ORKUSÖLUBLOGGIÐ

Okkar ástsæla Orkusölufólk hefur tekið upp þá nýbreytni að vera með bloggara á staðnum og ætla að skrifa reglulega yfir hátíðina. Viljum við vekja sérstaka athygli á viðtali við okkar eigin Kristján Freyr Halldórsson! Við að sjálfsögðu hvetjum ykkur til að fylgjast með, nú þegar er slatti af efni komið þangað inn. Nú fer þetta að styttast, allt að verða reddí í skemmunni, setjið ykkur í gírinn!

ORKUBLOGGIÐ!

Snorri Örn Rafnsson | fimmtudagur 24. mars 2016

Lænöppið!

Flækjum þetta ekki rass!
Svona er þetta sett upp og þar af leiðandi verður þetta að öllum líkindum svona:

Hvað gerist á föstudaginn?

20:00 Glowie
20:40 Strigaskór nr 42
21:20 Laddi
22:00 Apollo
22:40 Agent Fresco
23:20 Mamma Hestur
23:50 BJÓR!!

Hvað gerist á laugardaginn?

20:00 GKR
20:40 Emiliana Torrini
21:20 Úlfur Úlfur
22:00 Risaeðlan
22:40 Tonik Ensemble
23:20 Sykur
23:55 Bjór

Ekki flókið :)