Snorri Örn Rafnsson | föstudagur 18. mars 2016

Rokkstjóri með húfu?!

66North hafa galdrað fram þessar líka flottu húfur fyrir okkur. Þær eru meira að segja svo fagrar og föngulegar að Birna Rokkstjóri hefur ekki sést án einnar slíkrar á kollinum í uggvænlega langan tíma.
Þessar húfur verða að sjálfsögðu til sölu í söluskúrnum okkar á svæðinu og við vonum að þær munu prýða marga kolla.
Einnig verður alls kyns annar úrvals varningur til sölu á sama stað.

Styrkið Aldrei fór ég suður og verið kúl.
 

Snorri Örn Rafnsson | þriðjudagur 8. mars 2016

Herra Hammond fær sér Sykur!

Herra Hammond fræðir okkur um enn fleiri Aldrei 2016 atriði!


Meira
Snorri Örn Rafnsson | sunnudagur 6. mars 2016

Aldrei í Rokklandi!

Rás 2 heldur áfram að fjalla um Aldrei fór ég suður og styður vel við bakið á okkur eins og þau hafa alltaf gert.

Aldrei lagði sumsé undir sig fyrri helming Rokklandsins í dag, enda mætti Óli Palli á blaðamannfundinn okkar góða og tók herlegheitin upp.
Ásamt því að spila upptökur af gömlum hátíðum, þá spilar hann efni sem hann tók upp á téðum fundi, eins og til dæmis ræðuhöld og slíkt.

Afar fróðleg og skemmtileg umfjöllun hjá honum Óla Palla.

Rokkland 6. mars 2016 í Sarpinum.

Svo ef þið misstuð af Hanastélinu títtrædda þá er hægt að hlusta á þann þátt hérna.

Hanastél 5. mars 2016 ís Sarpinum.

Takk Rás 2 fyrir þrotlausann stuðning ykkar við íslenska tónlist og íslenskt tónleikahald um land allt í gegnum árin.

Snorri Örn Rafnsson | föstudagur 4. mars 2016

Hanastél á Ísó

Hin geðþekku hjónaleysi Doddi litli og Sigríður Eir munu bregða undir sig betri fætinum á morgun laugardaginn 5. mars, haska sér hingað á Ísafjörð í blíðuna og senda Hanastélið út héðan úr bænum.


Meira
Snorri Örn Rafnsson | mánudagur 29. febrúar 2016

Meiri Herra Hammond !

Herra Hammond kynnir fleiri bönd.


Meira
Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 24. febrúar 2016

Fyrsta kynning Herra Hammonds

Herra Hammond kynnir fyrstu þrjár hljómsveitir hátíðarinnar.


Meira