GKR

GKR kom með hvelli í hina sívaxandi íslensku hip hop senu í fyrra. Hann fékk mikla spilun á hinum íslensku ljósvakamiðlum, og var duglegur við að koma fram og kynna sig og sína tónlist fyrir sveittum lýðnum.
Árið 2016 verður örugglega ekki síðra hjá honum, enda er nafnið hans komið á flest öll plaköt sem eru hengd upp til kynningar á hip hop tengdum viðburðum ársins.
Við erum stolt að hafa hann á okkar plakati og búumst við miklu af honum.

Facebook
Twitter
Soundcloud
Youtube

Information on the artists and the venue and other stuff in our super handy Aldrei fór ég suður FAQ!

Aðrir listamenn

Other artists