Between mountains

Hið glænýja, ofurferska Vestfjarðadúó Between Mountains (skipað Súgfirðingi og Dýrfirðingi, hvorki meira né minna) gerði sér lítið fyrir og rústaði Músíktilraunum 2017. Hvílík undur og stórmerki! Að sjálfsögðu kemur ekki annað til greina en að sveitin nýstofnaða skelli sér á sviðið til okkar í ár og flytji sína stórfínu tónlist fyrir okkur.

Between Mountains er skipuð þeim Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur og  Ásrósu Helgu Guðmundsdóttur, en þær voru einnig valdar söngvarar kvöldsins, og fóru því klyfaðar af verðlaunum heim. Þess má til gamans geta geta að Katla er systir Rythmatik-mannanna Hrafnkels og Valgeirs, en þeir rústuðu einmitt Músíktilraunum í hitteðfyrra!

Þær stöllur áttu sigurinn svo sannarlega inni og eru kærkomin viðbót við flóruna á Aldrei 2017.

Aðrir listamenn

Other artists

Between mountains

Between mountains

Börn

Börn

Emmsjé Gauti

Emmsjé Gauti

HAM

HAM

Hildur

Hildur

Karó

Karó

KK Band

KK Band

Kött Grá Pje

Kött Grá Pje

Lúðrasveit Ísafjarðar

Lúðrasveit Ísafjarðar

Mugison

Mugison

Rythmatik

Rythmatik

Soffía

Soffía

Valdimar

Valdimar

Vök

Vök