Gosi

 

Rafpoppsveitin Gosi var stofnuð árið 2012 þegar Andri Pétur Þrastarson flutti til Hollands þar sem hann þekkti engan til að vera í bandi með og fór að prófa sig áfram með einsmanns-raftónlist. Fljótlega fékk hann til liðs við sig hina fjölkunnugu – og dularfullu – Mörtu Sif Ólafsdóttur, félaga sinn í listnámi og kærleika, og gerðu þau út frá Hollandi á meðan að það gaf sig. Þegar þau höfðu lagt undir sig meginlandið var ferðinni heitið á Vestfjarðarkjálkann þar sem stórir og miklir sigrar hafa unnist síðustu misserin. 

Gosi gaf út smáskífuna React árið 2017 og lagið Halastjörnur í byrjun árs 2019 en vinnur nú að nýrri breiðskífu. „Gosi blandar saman hnyttnum sönglínum, dáleiðandi töktum, öskrandi gíturum og seiðandi myndefni í viðstöðulausri pílagrímsför sinni til þess að lyfta brún almúgans upp fyrir dagsins amstur. Gosi tekur því alvarlega að vera ekki of alvarlegur. Dansar í myrkrinu, milli svefns og vöku, vangar við vonina um betri heim.“

//

One of the local acts this year is the electric pop-duo Gosi. When Andri Pétur Þrastarson moved to Holland in 2012 he didn't know anyone to start a band with so he started a one man electro project under the name Gosi. Soon the multi talented – and mysterious – Marta Sif Ólafsdóttir, his partner in arts and love, joined the band. Together they have created snappy tunes accompanied with hypnotic rythm, screaming guitars and mezmerising footage.

This dancing duo now resides in Ísafjörður and is working on their new LP.

Aðrir listamenn

Other artists