JóiPé og Króli

 

Jóhannes Damien Patreksson og Kristinn Óli Haraldsson sigldu inn á íslenskan tónlistarmarkað einsog tundurdufl í hittifyrra og vörpuðu ofan í opið gin þjóðarinnar sannkallaðri sprengju vafðri í TNT troðinni ofan í dínamítsstaut með kjarnorkusáldri og vetnisbombum í eftirrétt. Lagið var B.O.B.A. – pródúserað af ísfirska séníinu Þormóði Eiríkssyni – og sagan segir að gangi maður meðfram bílaröð á rauðu ljósi sé það alltaf í spilun í að minnsta kosti 30% farartækjanna. JóiPé og Króli mættu þjóðinni af eðlislægri hógværð, þokka og elskulegheitum og hún tók þá beint í faðm sinn og umvafði þá kærleika sem fáum röppurum hefur tekist að beisla. 

Síðan þá hafa mörg vatnsföll, blóð, sviti, vessar og tár runnið til sjávar og tvær breiðskífur litið dagsins ljós. Fóstbræður þessir eru enn meðal ástsælustu sona þjóðarinnar og verða sennilega á meðan land er í byggð. Þeir verða á Ísafirði á páskum, hvað allar vondar stelpur athugi.

//

We didn't know that JóiPé og Króli were just the thing we needed in our lives until this rap duo hit us like a bomb with their monster hit B.O.B.A. in 2017. The song was produced by Ísafjörður music wonder Þormóður Eiríksson who will also be present at this years festival, but more on that in another post.

JóiPé and Króli have captured the hearts and souls of the Icelandic nation with their sweet manners, modest nature and–of course–awesome rhymes and beats.

Aðrir listamenn

Other artists