Þormóður Eiríksson

Þormóður Eiríksson – erfðaprinsinn af Dórukoti, „dr. Dremóður“ – hefur hlaðið á sig verðlaunum og viðurkenningum síðustu misserin fyrir ómetanlegt starf sitt í þágu betra hipphopps og virðist ekkert lát á velgengninni sem því starfi fylgir. Smellir á borð við B.O.B.A og Í átt að tunglinu með JóaPé og Króla, Keyra með Herra Hnetusmjör og Sorry, mamma með Hugin og Herra Hnetusmjör hafa tryggt sess hins unga pródúsents og ísfirska heimadrengs í íslenskri tónlistarsögu um langa framtíð.  

Þormóður sækir sveitunga sína heim á páskum og hefur í farteskinu öll bestu bítin úr borginni. 

Aðrir listamenn

Other artists