aYia

Hljómsveitin aYia er nær því að vera líffæri en hópur lífvera með hljóðfæri. Líffæri þetta leikur dáleiðandi abstrakt elektróník með melódísku ívafi. aYia gaf út sína fyrstu smáskífu, Water Plant, árið 2016 og vakti strax talsverð andköf hjá fagurkerum innanlands og utan. Seint á síðasta ári kom svo fyrsta breiðskífa sveitarinnar, samnefnd sveitinni, og má með sanni segja að unnendur hins fagra séu enn að ná sér niður. Sveitina skipa þau Ásta Fanney Sigurðardóttir, Kári Einarsson og Kristinn Roach. 

Aðrir listamenn

Other artists